Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

föstudagur, september 14, 2007

Réttarlæknisfræði


Komin heim frá Tyrklandi og mætt í múlann. Er að koma mér í gírinn fyrir test á morgun.


þriðjudagur, ágúst 14, 2007


Vestfirðir - check


Keyrðum meira og minna alla vestfirðina um verslunarmannahlegina. Frekar mikil keyrsla en vel þess virði. Þetta er sá landshluti sem ég hef nánast ekkert heimsótt og því var ansi margt að skoða sem ekki hafði orðið á vegi mínum áður. Toppurinn var líklegast sunnudagskvöldið, en Jónas minn átti einmitt afmæli þennan sunnudag. Við löbbuðum upp að Dynjanda sem er eitthver sá alfallegasti foss sem ég hef séð. Tókum okkur til og óðum yfir ána og fundum geðveikan leynistað hinu megin við bakkann. Verst var að við vorum svo seint á ferðinni að við vorum orðið alltof svöng þegar við komum loks á tjaldstæðið á Bíldudal að við nenntum ekki að grilla fínu nautasteikurnar. Enda var klukkan farin að nálgast eitt. Einnig var mjög gaman að stoppa hjá strákunum, Baldri og Tóta, héraðslæknum með meiru á Patró. Kíktum líka á mýrarboltan á Ísafirði og sáum Bjarka og Krónuna spila með hjúkkuliðinu. Það var sól og blíða á sunnudeginum þegar við vorum að horfa á og ég er ekki frá því að mig langaði að henda mér út í drulluna og taka þátt. Legg til að við reynum að safna í lið fyrir næsta ár. Koma svo, hættum að æfa basket og skellum okkur í mýrarbolta!!!

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Brúðkaup

Heiðdís vinkona mín og bekkjasystir er að fara að gifta sig á morgun. Þetta verður svaka 120 manna veisla og hlakka ég geðveikt til. Helgin byrjar að vísu ekki jafn skemmtilega þar sem ég er á vakt í dag fram á hádegi á morgun, en ég verð bara að leggja mig aðeins áður en allt stuðið byrjar. Skrítið þegar maður er farin að fara í brúðkaup hjá vinum sínum a.m.k. eitt á hverju sumri. Ég er ekki frá því að mér finnist ég vera orðin gömul þegar ég hugsa um það. Sem sagt:
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Á MORGUN HEIÐDÍS OG ELLI!!!

laugardagur, júlí 14, 2007

UMFERÐ

Íslendingar kunna ekki að keyra. Það er ekki flóknara en það. Og ég er ekki að tala um hraðaaksturinn og allt "hæpið" í kringum það.
Það sem fer mest af öllu í taugarnar á mér í sambandi við umferð á Íslandi er að Íslendingar kunna ekki að keyra á götum með fleiri en 1 akrein. Besta dæmið um þetta er Ártúnsbrekkan. Það er viðtekin venja að hægari bílar eigi að keyra á akreinum lengra til hægri svo að hraðskreiðari bílar komist fram úr á akreinunum til vinstri. Þetta kunnum við ekki. Það er alveg fáránlegt að horfa upp á bíla keyra á akrein alveg lengst til vinstri á hraða töluvert undir hámarkshraða og svo kemur bíll á fleygiferð og tekur fram úr honum hægra megin við hann. SVONA Á ÞETTA EKKI AÐ VERA. Hægfarari bílar eiga að víkja á akreinina hægra megin við sig og hleypa bílum fyrir aftan sig framúr. Svona er þetta gert á hraðbrautunum erlendis og þetta snarvirkar. Ég er handviss um að umferðarslysum mundi fækka gífurlega mikið ef Íslendingar gætu bara drullast til að læra þetta.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Verð bara að fá að ausa úr reiði minni hérna. Ég las nefnilega í morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum grein þar sem var verið að tala um hversu miklu betri skil kennara í HÍ á einkunnum væri orðin. Já einmitt...hrósum þeim...
Ég var í kúrsus í fæðingar- og kvennsjúkdómafræði í vetur, þ.e. í febrúar og mars. Fór svo í próf þann 2. apríl sl. Og það er mikilsvert að taka það fram að um munnlegt próf var að ræða að mestu, þetta var stöðvarpróf með 6 munnlegum stöðvum og 2 skriflegum þar sem skrifaðar voru mjög stuttar ritgerðir ca. 1 bls A4 stærð.
Í dag er 27. júní. Það styttist í að það séu liðnir 3 mánuðir síðan ég fór í prófið. OG ÉG ER EKKI ENNÞÁ BÚIN AÐ FÁ EINKUNN!!! Mér er svo sem alveg sama um þessa einkunn en námslánin sitja á hakanum og yfirdrátturinn í bankannum er orðin ansi mikill og kostnaðarsamur. Þetta er það allra lélegasta sem ég hef nokkur tíma upplifað í sambandi við svona hluti!!

miðvikudagur, júní 20, 2007

AIR

Fórum á AIR tónleikana í Laugardalshöll í gær. Tónleikarnir byrjuðu heldur rólega, enda var ekki kannski við öðru að búast ef maður hugsar um hvers konar tónlist þeir spila. En smá saman fannst mér þeir gefa í og meiri hlutinn af tónleikunum var magnaður. Þvílíkur kraftur seinni partinn og spiluðu þeir öll þau lög sem ég vildi fá að heyra. Ég er þvílíkt sátt með tónleikana, hefðu sko alls ekki viljað missa af þessu.

miðvikudagur, júní 13, 2007

Þá erum við skötuhjúin loksins búin að ákveða okkur hvert við ætlum í sumar. Ég var farin að finna fyrir því að mig vantaði eitthverja gulrót fyrir sumarið, það er ömurlegt að fara beint úr prófi að vinna og vinna alveg þar til skólinn er byrjaður. Maður verður að fá frí, a.m.k. finnst mér það.
Marmaris á Tyrklandi. Ég vona að það verði málið. Markmiðið er svo sem bara að slappa sem mest af og massa eins mikið tan og maður getur fyrir veturinn svo að þetta legst bara mjög vel í mig. Brottför er áætluð 24. ágúst og heimkoma 7 september. Ég missi að vísu fyrstu vikurnar úr skólanum, en það verður bara að reddast.

Efnisorð: